
I'm a description. Click to edit me

I'm a description. Click to edit me

I'm a description. Click to edit me

I'm a description. Click to edit me
Sagan .
Við hjónin vorum varla búin að koma okkur fyrir syðra þegar hringt var í mig og í símanum var Ingimar cordovoxleikari í hljómsveitinni Ásum. En fyrir þá sem ekki vita, þá er cordovox stór rafmagnsharmónikka á statívi. Hann spurði hvort það væri rétt að ég væri fluttur suður og ekki að spila neitt enn sem komið væri. Ég játti því og þá vildi hann endilega fá mig á æfingu, þá vantaði trommara í staðin fyrir Hafstein sem var þá að flytja til Búðardals. Ég sem var eiginlega verið búinn að lofa frúnni að hætta þessari spilamennsku, átti svolítið erfitt með að svara þessu ágæta boði, en svo fór þó að niðurstaðan var sú að við hefðum varla efni á að afþakka það. Síðan spilaði ég með Ásunum næstu 20 árin.Ásarnir höfðu verið húshljómsveit í Skiphóli í Hafnarfirði í nokkur ár og ég spilaði þar með þeim Tóta Nilsen og Ingimar í eitt ár. Þá fannst okkur kominn tími til að breyta til og Dóri í Glæsibæ bauð í bandið. Skiphóllinn bauð á móti en Glæsibær hafði þó betur að lokum. Þar spiluðum við í fjóra vetur en þvældumst út um allt land á sumrin. Þarna komu fram flottir skemmtikraftar svo sem Wilma Reading og Joni Adams. Um nokkurra ára skeið tókum við félagsheimilið Sævang á leigu yfir verslunnarmannahelgina, en sá staður er skammt fyrir sunnan Hólmavík á Ströndum. Þar héldum við svo böll fyrir eigin reikning og líklega hef ég aldrei séð jafn mikinn pening eftir jafn skamman tíma. Það voru hreint ótrúleg uppgrip.Við spiluðum líka í Þórskaffi og meðal annars á opnunarkvöldinu þegar neðri hæðin var tekin í notkun. Það kvöld komum við með hljóðfærin að bakdyrunum en urðum að bíða meðan klárað var að teppaleggja í kring um sviðið svo við gætum komið okkur fyrir áður en dansgestirnir mættu. Teppalagningamennirnir náðu þó að klára sinn þátt og voru komnir úr húsi rétt áður en opnað var inn í sal.Árið 1973 fórum við eftirminnilegan túr með Gullfossi, en við spiluðum líka nokkrum sinnum fyrir Íslendinga í Luxemburg, í Kaupmannhöfn og á Spáni.Vantar upplýsingar.
Jónmundur Hilmarsson.