
I'm a description. Click to edit me

I'm a description. Click to edit me

I'm a description. Click to edit me

I'm a description. Click to edit me
Sagan .
Music in the world.
Það var árið 1964 stuttu eftir að ég hætti í Tónum. Ég var ekki tibúinn að hætta að syngjaog
var að ganga upp Stórholtið um miðjan sunnudag að ég heyrði fanta góða gítar tónlist bein á móti billiadstofu í götunni. Upp á fyrstu hæð var unga fólkið að dansa undir gítartónlist líkust Shadows.
Frábært band. Ég kannaðist við einn úr bandinu , Jón Ármannsson sem spilaði á sólógítar en hann vann hjá timbursölu Völundar á Skúlagötu.
Strax daginn eftir fór ég til Jóns og við ræddum saman og gekk ég beint til verks og spurði hvort þeir væru tilbúnir að starfa með mér og hann hélt það nú.
Næst var boðaður fundur með meðlimum hljómsveitarinnar á Langholtsveg sem mig minnir að hafi verið heima hjá bróður Gunnars Jökuls en ég held að þeir hafi kallað sig Strengir.
Þá voru í hljómsveitinni Viðar Jónsson : rythmagítar, Gunnar Jökull : trommur, Jón Ármannsson : Sólógítar, Markús Magnússon : bassi.
Við létum Gunnar Jökul fara og fengum Magnús Harðarson á trommur. Næst hætta Magnús og Jón Ármannsson og í stað komu Gunnar Kvaran : saxafónn, Björn Björnsson trommur og Helgi Steingrímsson : sólógítar.
Við ræddum um nýtt nafn á bandinu en þá var vinsælt band á Englandi sem hét Brian Poole & the Tremeloes og var því nafnið ákveðið í stíl við þá ensku, Garðar & Gosar
Svo voru hafnar stífar æfingar í bílskúr í vesturbænum heima hjá Markúsi bassaleikara.
Nú þegar við vorum orðnir klárir fór ég til Konna í Lídó en ég var búinn að vinna mikið fyrir hann fyrir utan að spila í eitt og hálft ár með Tónum. Sá um allskonar uppákomur í Lídó.
Ég bað Komma um að fá kynningu á Garðari & Gosum eitt kvöld og hélt hann að það væri í lagi en Tónar voru einmitt að spila það kvöld. Það má segja að við gerðum allt vitlaust, salurinn logaði og áttum aldrei að fá að yfirgefa sviðið.
Tónar voru reknir, við fengum Lídó strax og spiluðum 5 - 6 kvöld í viku.
Garðar breyttust einu sinni og urðum við sex undir lokin.
Garðar Guðmundsson.
Garðar og Gosar (1964)
Garðar og Gosar
Hljómsveitin Gosar, sem iðulega var kölluð Garðar og Gosar mun teljast ein fyrsta bítlasveit Íslands og vilja meðlimir hennar meina reyndar að hún hafi rutt brautina fyrir Hljóma sem komu upp um svipað leyti árið 1964.
Garðar og Gosar skartaði söngvaranum Garðari Guðmundssyni en aðrir meðlimir voru Magnús Harðarson, Jón Ármannsson, Viðar Jónsson og Markús Magnússon.
Sveitin mun einkum hafa verið undir áhrifum frá bresku sveitinni Dave Clark Five og í mars 1964 er hún auglýst sem nýjasta Beatles hljómsveitin, hún mun þó hafa flutt eitthvað af frumsömdu efni.
Sveitin hafði áður gengið undir nöfnum eins og Strengir og Taktar og starfað í nokkurn tíma, en þegar Garðar söngvari bættist í hópinn tók hún upp nafnið Garðar og Gosar. Gunnar Jökull Hákonarson trommuleikari mun hafa komið við sögu hennar í byrjun en hann var þá bráðungur.
Sveitin mun hafa starfað til ársloka 1964 en þá höfðu Hljómar tekið öll völd í íslenska bítlaheiminum eins og kunnugt er. Einhverjar mannabreytingar urði í Garðari og Gosum undir það síðasta en hverjar þær voru er ekki ljóst.
Glatkistan.