
I'm a description. Click to edit me

I'm a description. Click to edit me

I'm a description. Click to edit me

I'm a description. Click to edit me
Sagan .
Bismarck var stofnuð sumarið 1981 á Stöðvarfirði af Garðari, Magnúsi Axel, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni og Þórði Heiðari Jónssyni. Sveitin lék frumsamið efni og rock´n roll á dansleikjum það sumar og endaði á því að gera demó upptökur af nokkrum lögum í heimagerðu stúdíói. Um haustið voru ekki allir heima og fengu þá Garðar og Magnús Axel Jóhann Steindórsson með sér og stofnuðu hljómsveitina Taxa sem hafði að markmiði að spila eingöngu "jukk" tónlist á sveitaböllum, þ.e.a.s. allra handa slagara í bland við vinsæl popplög. Fljótlega varð rock´n roll og blús aðallega á dagskrá í bland við frumsamið efni. Snemma árs 1982 var ákveðið að fara í plötuupptöku og taka upp 4 lög eftir Garðar í Stúdíó Stemmu í Reykjavík. Endirinn á því varð LP platan Ef vill sem var tekin upp af Sigurði Árnasyni og fóru einungis 30 klst í það. Þá hafði verið skipt um nafn og Bismarck nafnið tekið upp að nýju. Platan kom út um sumarið og þá bættist Jóhannes Pétursson í bandið sem túraði allar helgar vítt og breitt um landið og voru einnig haldnir útgáfutónleiar víða.