top of page

Sagan.

Sveitin var stofnuð í Keflavík, 1961, og spilaði þar, aðallega uppi á lofti á Víkinni (sem var veitingahús á horni Faxabrautar og Hafnargötu í Keflavík). En hún spilaði líka stöku sinnum í Hafnarfirði og Reykjavík. Tveir meðlimanna voru nefnilega Hafnfirðingar. Við spiluðum einnig tvisvar í Kanasjónvarpinu á Keflavíkurflugvelli (1962), en rétt áður en ég fór til Danmerkur (1963) var hljómsveitin lögð niður. Það var nokkrum mánuðum áður en við heyrðum fyrst minnst á The Beatles. Þó voru hljómsveitirnar svipaðar að mörgu leyti; við vorum á sama aldri, sömdum eigin lög og texta (ég og Björn), spiluðum aðallega eldgamalt svertingjariokk (Little Richard, Chuck Berry, Elvis osfrv.) en þoldum ekki  "High School Rock" og Cliff Richard.

 

Music in the world.

Beatniks

© 2023 by RISING DRAGON. All rights reserved.

bottom of page