Sagan.
Hljómsveitin Basil Fursti var stofnuð í júní 1978 af Michael Clausen(f.25/5 1958) sem leikur á gítar og raddar en hann var áður í hijómsveitunum Gullkorn og Draumsýn, Jóni Karli Ólafssyni (f.12/91958) sem leikur á hljómborð og raddar en hann var áður íhljómsveitinni Gullkorn. Andra Clausen (f.25/2 1954) sem spilar á kassagítar, syngur og raddar en hann hefur áður verið meðhljómsveitunum Small, Andrew, Hljómsveit Guðmundar Sigurjónssonarog Meyland, Erling Kristmundssyni (í.9/3 1958) sem leikur átrommur og var áður með hljómsveitunum Gullkorn og Draumsyri og Birgi Ottósyni sem leikur á bassa og raddar en hann var áður meðhljómsveitunum Picalo og Otobus.Seinni hluta sumars 1978 spilaði Basil Fursti vítt og breitt um landiðm.a. á Rauðhettumótinu 78, Höfn í Hornafirði og Víoihlío svo eitthvaðsefnefnt. Veturinn 78—79 var Andri við nám í Englandi og starfaði hljómsveitin þar með öðru sniði og öðru nafni. Þegar Andri sneri heim íjúní í sumar fór Basil Fursti aftur af stað með sömu liðskipan að viðbættum Eiríki Haukssyni (f.4/7 1959) sem er nú aðalsöngvarihljómsveitarinnar en hann hefur aður verið í hljómsveitunum Piccalo,Draumsýn, Octobus, Amon Ra og Járnsíðunni.Nú það sem af er sumri hefur Basil Fursti spilað með íslenskukjötsupunni í Sindrabæ, Valaskjálf og Festi við góðar undirtektireinnig hafa þeir spilað í Klúbbnum og verða nú um Verslunarmannahelgina að Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi ásamt íslensku kjötsúpunniog Freeport.Eitt helst markmið hljomsveitarinnar er að spila vandaða dansmúsikog einnig hafa þeir áhuga á að spila fyrir yngri kynslóðina þ.e.a.s.unglingana. í byrjun ágúst munu verða tímabundin mannaskipti þ.e.Erling og Jón Karl ætla að taka sér smá frí og mun Jónas sem eitt sinnlék með Fresh sjá um trommuslátt og Kristján Oskarsson sjá umhljómborðsleik á meðan, en Kristján var áður í hljómsveitunum Logumfrá Vestmannaeyjum, Draumsýn og Octobus. Að lokum má benda á að þarna er efnileg hljómsveit á ferðinni og heyrn er sögu ríkari
Við í Basil fursta höfum ákveðið að koma saman aftur og spila eitt rock´n roll sveitaball í Iðnó. Við fengið til liðs við okkur Odd F. Sigurbjörnsson trommara sem mun ásamt Erling spila með okkur. Einnig er gestaspilari með okkur Snorri Örn Clausen sem syngur og spilar á gítar. Við munum leika dæmigerða sveitaballs tónlist eins og þegar sveitaböllin voru og hétu.

