top of page

Sagan .

Hljómsveitin Axlabandið var stofnuð 1972, í bílskúrnum heima í Sandgerði. Vissum reyndar ekki fyrr en mörgum áratugum síðar, að Tíbrá frá Akranesi hét upprunalega Axlabandið. Upprunalegu hljómsveitar-meðlimir voru , Heimir Sigursveinsson, gítar; Jón Hörður Hafteinsson, bassi; Ögmundur Einarsson, trommur/söngur. 
Þegar hljómsveitin fékk inni í Samkomuhúsinu í Sandgerði bættist fjórði meðlimurinn við, Þorsteinn Jonsson,upprunalega á hljómborð (Fairfisa), síðar á sólo-gítar.  Vorum svo allvöru að við höfðum hljóðmann, Olgeir Andrésson.  Gerðum út á að vera ''pásu-hljómsveit" fyrir stóru böndin þá, s.s. Paradís, Júdas, Haukar og fl.í Stapanum Njarðvík og Festi Grindavík.  Það voru heitustu staðirnir þá. Okkar fyrsta framkoma vorum við bara þeir þrír sem stofnuðum þessa hljómsveit. Á Árshátíð hjá Fjölbrautarskóla Suðurnesja, þrjú lög spiluð; Proud Mary, Black magic woman og eitt frumsamið sem hét ''Pour Man''. Mannakorn spilaði á því balli.Góðir tímar. Sennilega um 1975 eða 1974 leystist þessi hljómsveit upp, menn í námi og aðrir að eltast við sína drauma...( Undirritaður fór á eina síldarvertíð á Hornafjörð sem tók 28 ár :o) )
Þegar minni síldarvertíð lauk,og flutti aftur suður 2006, hitti ég strákanna og viðraði þeirri hugmynd að koma saman aftur, áður en það væri of seint. Rök mín voru þau; Allir sammála, þetta var gaman, ef við gerum þetta ekki núna, þurfum við að ráða harmonikkuleikara frá Hrafnistu, og viti menn......Komum saman á Ljósanótt 2007, spiluðum í bílskúr /hvað annað ) hjá Heimi, sem þá var orðin bassaleikari og Jonni gítarleikari.

 

Music in the world.

Axlabandið.

© 2023 by RISING DRAGON. All rights reserved.

bottom of page